Hef einblínt meira á tækni og sprengikraft

Erna Sóley Gunnarsdóttir er í sérflokki í kúluvarpi hér á …
Erna Sóley Gunnarsdóttir er í sérflokki í kúluvarpi hér á landi og bætir reglulega eigin Íslandsmet. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss þegar hún kastaði kúlunni 17,34 metra á Houston Invitational-mótinu í Texas-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn föstudag.

Fyrra met Ernu Sóleyjar var 16,95 metrar en hún gerði sér lítið fyrir og kastaði fjórum sinnum yfir 17 metra í köstunum sínum sex á mótinu.

„Það er bara frábært. Ég er mjög sátt við að hafa átt mjög góða seríu og að hafa náð fjórum köstum yfir 17 metra var alveg frábært. Ég myndi segja að þetta sé frábær byrjun á tímabilinu,“ sagði Erna Sóley í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið við Ernu Sóleyju má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »