Ísland tók bronsið í Sófíu

Íslenska liðið með bronsverðlaunin í kvöld.
Íslenska liðið með bronsverðlaunin í kvöld. Ljósmynd/Íshokkísamband Íslands

Íslenska U18 ára landslið kvenna í íshokkí hafnaði í þriðja sæti í B-riðli 2. deildarinnar á HM í Sófíu í Búlgaríu.

Sú niðurstaða varð ljós eftir 0:7-tap fyrir Kasakstan í kvöld, en Kasakstan fer upp um riðil með fullt hús stiga.

Íslenska liðið lék fimm leiki á mótinu, vann þrjá og tapaði tveimur. Ísland tapaði naumlega fyrir Belgíu, 2:3, í fyrsta leik en vann síðan 2:1-sigur á Nýja-Sjálandi, 8:1-sigur á Eistlandi og 3:2-sigur á Búlgaríu.

Inga Rakel Aradóttir og Eyrún Arna Garðarsdóttir urðu markahæstar í íslenska liðinu á mótinu með þrjú mörk hvor.

mbl.is