Svakalegur árekstur í Frakklandi (myndskeið)

Áreksturinn átti sér stað í Tour de Garda, fimm daga …
Áreksturinn átti sér stað í Tour de Garda, fimm daga hjólakeppni sem fram fer í nágrenni Bességes í Frakklandi. AFP/Sylvain Thomas

Fjöldi hjólreiðakappa lenti í hörðum árekstri í Tour de Garda, fimm daga hjólakeppni sem haldin er í nágrenni Bességes í Frakklandi, í dag.

Áreksturinn átti sér stað á öðrum degi keppninnar og var ákveðið að hætta keppni í dag vegna árekstursins.

Keppendur áttu eftir að hjóla um 24 kílómetra þegar atvikið átti sér stað en þar sem allt tiltækt sjúkralið á staðnum fór í að sinna slösuðum keppendum var ákveðið að hætta keppni af öryggisástæðum.

Áreksturinn átti sér stað við litla brú sem keppendur þurfti að hjóla yfir en þar skapaðist flöskuháls með þeim afleiðingum að hjólreiðamennirnir keyrðu hvor inn í annan.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert