Vann óvæntan sigur á Shiffrin

Marta Bassino fagnar með sínu fólki eftir sigurinn í dag.
Marta Bassino fagnar með sínu fólki eftir sigurinn í dag. AFP/Jeff Pachoud

Marta Bassino kom mjög á óvart með því að verða heimsmeistari í risasvigi kvenna í dag á heimsmeistaramótinu í Courchevel Meribel í Frakklandi.

Bassino, sem er 26 ára gömul, hefur fyrst og fremst lagt áherslu á stórsvig og aldrei unnið heimsbikarmót í risasvigi. Í dag tókst henni hins vegar að krækja sér í gullverðlaunin og varð 0,11 sekúndum á undan hinni sigurstranglegu og þrautreyndu Mikaelu Shiffrin frá Bandaríkjunum.

Shiffrin er sexfaldur heimsmeistari og tvöfaldur ólympíumeistari og er ein sigursælasta skíðakona sögunnar með 85 heimsbikartitla á ferlinum.

Kajsa Vickhoff Lie frá Noregi kom líka á óvart en hún og Cornelia Huetter frá Sviss urðu hnífjafnar í þriðja sætinu og fengu því báðar bronsverðlaun. Kajsa hefur aldrei endað ofar en í 15. sæti á heimsbikarmóti í greininni á þessu tímabili.

Meðal þekktra keppenda sem komust ekki á verðlaunapallinn voru Lara Gut-Behrami og Ragnhild Mowinckel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert