Fóturinn öskraði „nei“

Lovísa Thompson er að glíma við meiðsli.
Lovísa Thompson er að glíma við meiðsli. mbl.is/Árni Sæberg

„Heilsan er góð. Þegar þú ert búinn að átta þig á hlutunum er það ákveðinn léttir, þannig að heilsan er góð,“ sagði Lovísa Thompson, ein fremsta handknattleikskona landsins undanfarin ár, í samtali við Morgunblaðið. „Það getur verið pirrandi að vera í sömu hringiðunni svona lengi, en svo er þungu fargi af manni létt þegar maður fær niðurstöðu,“ bætti hún við.

Lovísa hefur verið að glíma við óljós meiðsli í hásin í nokkurn tíma sem hafa aftrað henni töluvert. Nú er eðli meiðslanna komið í ljós og getur hún loksins fengið bót meina sinna. Lovísa verður hins vegar frá keppni í 5-8 mánuði vegna meiðslanna.

„Það er lítil beinflís úr hælfestunni sem er að erta hásinina. Þegar ég labba og hleyp ýtir hún í hásinina og þá finn ég fyrir verkjum. Út frá því hefur myndast krónísk bólga sem er þykk og mikil. Þegar þetta tvennt fer saman í fætinum er lítið pláss fyrir annað. Það myndast mikill þrýstingur, sem er mjög sársaukafullt,“ sagði landsliðskonan, sem er 23 ára. 

Dýrkeypt útihlaup í Covid

Meiðslin byrjuðu á meðan kórónuveiran setti stórt strik í reikninginn á íþróttalífi hér á landi og ekki mátti æfa eða spila handbolta.

„Þetta byrjaði þegar við vorum alltaf að hætta og byrja aftur í Covid. Þá vorum við mikið í útihlaupum í vetrarkuldanum hérna heima. Svo er maður alltaf með mikinn metnað og ég ætlaði mér alls ekki að vera í lélegu formi þegar við byrjuðum aftur. 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert