Christian Atsu fannst látinn

Christian Atsu fannst látinn.
Christian Atsu fannst látinn. AFP

Knattspyrnumaðurinn Christian Atsu fannst látinn undir rústum byggingar í Hatay í Tyrklandi eftir jarðskjáltann sem reið yfir fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Murat Uzunmehmet, umboðsmaður hans.

Atsu er fyrr­ver­andi leikmaður ensku knatt­spyrnuliðanna Newcastle, Evert­on og Chel­sea en hann lék síðast fyrir Hatayspor í Tyrklandi.

Degi eftir að skjálftinn reið yfir sagði Mu­stafa Özat, vara­for­seti Hatayspor, að knattspyrnumaðurinn hefði fundist á lífi en síðar kom í ljós að hann fór með rangt mál. 

Atsu gekk ung­ur að árum til liðs við Chel­sea og var lánaður til Evert­on tíma­bilið 2014-2015 og til Newcastle tíma­bilið 2016-2017. 

Hann hjálpaði Newcastle að kom­ast upp í ensku úr­vals­deild­ina eft­ir eitt tíma­bil í B-deild­inni og spilaði síðan með fé­lag­inu áfram til árs­ins 2021 þegar hann fór til Sádi-Ar­ab­íu, og þaðan til Tyrk­lands síðasta sum­ar. Atsu hef­ur leikið 65 lands­leiki fyr­ir Gana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert