Þykist hafa séð bankahrunið fyrir

„Þetta voru bara foreldar mínir sem voru að leita að einhverju ævintýri,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.

Kristrún, sem er 25 ára gömul, flutti 12 ára gömul til Noregs ásamt fjölskyldu sinni og þar steig hún fyrst á gönguskíði.

„Ég skildi ekkert í þessari ákvörðun en ég á tvö yngri systkini sem voru mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Kristrún.

„Bankahrunið kom svo tveimur mánuðum seinna þannig að þetta var fínt og pabbi þykist hafa séð það fyrir,“ sagði Kristrún meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert