Á Íslandi áttu að vinna og eignast börn

„Ég myndi ekki segja að ég væri atvinnumaður í íþróttinni,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.

Kristrún, sem er 25 ára gömul, er fremsta skíðagöngukona landsins en hún fór á svona Ólympíuleika í fyrsta sinn í fyrra í Peking í Kína.

„Ég er klárlega að æfa eins og atvinnumaður en þetta snýst meira um að koma út á núllinu um hver mánaðamót,“ sagði Kristrún.

„Það er eins og þú þurfir að vera áhrifavaldur til þess að fá einhverja peninga í þessu og það vantar fyrirtæki og styrki fyrir ungt afreksfólk sem gefur allt í þetta fyrir sína íþrótt.

Á Íslandi áttu að vinna og eiga börn á meðan það eru ótrúlega margir sem æfa bara skíði í Noregi til dæmis og það er það eina sem þeir eru að gera,“ sagði Kristrún meðal annars.

Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert