Eins og það treysti manni enginn í Kína

„Ég var orðin góð eftir tvær vikur,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.

Kristrún, sem er 25 ára gömul, fór á sínu fyrstu Ólympíuleika í Peking árið 2022 en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í Cortina sem fram fara á Ítalíu árið 2026.

„Ég held að þeir hafi skoðað vegabréfið mitt að minnsta kosti fimm sinnum þegar að ég var að yfirgefa landið,“ sagði Kristrún.

„Það þarf allt að vera 100% þarna og umfangsmesta öryggispróf sem ég hef farið í var þegar að ég var að keppa í landinu á sínum tíma.

Tilfinning er sú að það treysti manni enginn í Kína,“ sagði Kristrún meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert