Pirrandi að vera titluð Norðmaður á Íslandi

„Ég er alltaf Íslendingur,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.

Kristrún, sem er 25 ára gömul, ólst upp í Ólafsvík en hún flutti 12 ára gömul til Noregs ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún byrjaði að æfa skíðagöngu.

„Það er alveg pirrandi þegar að ég er í Noregi þá er ég Íslendingurinn og svo á Íslandi er ég Norðmaður því ég er búin að búa svo lengi í Noregi,“ sagði Kristrún.

„Öll fjölskyldan mín er íslensk og það er búið að vera draumur hjá mér frá því ég var lítill krakki að komast í landsliðið,“ sagði Kristrún meðal annars en hún flutti aftur heim til Íslands á dögunum.

Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert