FH á titil að verja í Kaplakrika í dag

Irma Gunnarsdóttir og félagar í FH eiga bikarmeistaratitil að verja.
Irma Gunnarsdóttir og félagar í FH eiga bikarmeistaratitil að verja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margt af fremsta frjálsíþróttafólki landsins tekur þátt í bikarkeppni FRÍ innanhúss sem haldin er í 17. skipti í dag í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Keppnin hefst klukkan 14 og lýkur um klukkan 16. Liðin sem mæta til leiks eru Ármann, Breiðablik, FH með A- og B-lið, sameiginlegt lið Fjölnis og UFA, sameiginlegt lið HSK og Selfoss og svo ÍR.

Keppt er í karlaflokki og kvennaflokki, sem og í samanlögðu en það er FH sem á titil að verja frá síðasta ári.

mbl.is