Gunnar vann Barb­erena

Ljósmynd/Snorri Björns

MMA-kapp­inn Gunn­ar Nel­son vann Banda­ríkja­mann­inn Bry­an Barb­erena í fyrstu lotu í Lundúnum í kvöld.

Bardaginn fór fram í O2 Arena.

Gunn­ar átti upp­runa­lega að mæta Daniel Rodrigu­ez frá Banda­ríkj­un­um, en hann meidd­ist á æf­ingu og er því ekki klár í slag­inn gegn Gunn­ari.

Gunnar mætti síðast Takashi Sato frá Jap­an fyr­ir ári og fagnaði þá sigri, eft­ir tvö töp í röð.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina