Kærastinn brá á leik og kom Shiffrin á óvart

Mikaela Shiffrin með verðlaunabikarinn fyrir sigur í stórsvigi í Andorra …
Mikaela Shiffrin með verðlaunabikarinn fyrir sigur í stórsvigi í Andorra í gær. AFP/Lionel Bonaventure

Norski skíðamaðurinn Aleksander Hilde brá á leik eftir að kærasta hans, bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin, hélt áfram að bæta eigið heimsmet yfir flesta sigra á heimsbikarmótum um helgina.

Shiffrin sló um þarsíðustu helgi heimsmet Svíans Ingemars Stenmarks yfir flesta sigra á heimsbikarmótum og bætti 88. sigrinum í safnið er hún reyndist hlutskörpust  stórsvigi í Soldeu í Andorra í gær.

Af því tilefni ákvað Hilde að koma Shiffrin á óvart með því að taka viðtal við hana fyrir hönd Eurosport.

Kom það Shiffrin skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að reyna að halda andliti skellti hún allnokkrum sinnum upp úr.

Myndskeið af skondnu viðtali Hilde við Shiffrin má sjá hér:

View this post on Instagram

A post shared by Eurosport (@eurosport)

mbl.is