„Það var alveg einmanalegt en ég á auðvelt með að vera einn með sjálfum mér,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.
Sveinbjörn, sem er 33 ára gamall, byrjaði að æfa íþróttina þegar hann var 18 ára gamall en hann fór í reglulega í æfingabúðir til Japans þar sem hann æfði í háskóla sem var helgaður júdó.
„Ég fékk að æfa með háskólaliði þarna úti og á sama tíma bjó ég á heimavist háskólans,“ sagði Sveinbjörn.
„Aginn þarna var gríðarlegur og það var útgöngubann eftir klukkan 23 á kvöldin. Við vorum vaknaðir alla morgna klukkan 6:30 til þess að fara út að hlaupa.
Það máttu engar stelpur koma í heimsókn og aginn og virðingin var gríðarlega mikil,“ sagði Sveinbjörn meðal annars.