„Vildi að þetta væri satt en þetta er tóm þvæla“

Gunnar Nelson á eflaust fyrir salti í grautinn þó erlendar …
Gunnar Nelson á eflaust fyrir salti í grautinn þó erlendar fréttir um tugmilljóna greiðslur til hans séu úr lausu lofti gripnar. Ljósmynd/Snorri Björns

Haraldur Nelson, faðir bardagakappans Gunnars Nelson og umboðsmaður hans, segir að þær fjárhæðir sem Gunnar er í erlendum miðlum sagður hafa þénað fyrir bardaga sinn við Bry­an Barb­erena á laugardag séu algjörlega úr lausu lofti gripnar.

Vef­miðill­inn Tota­lSport grein­ir frá því að Gunn­ar hafi fengið greidda í kring­um 465 þúsund banda­ríkja­dali fyr­ir bar­daga­kvöldið en inni í þeirri upp­hæð eru all­ar greiðslur, bónus­ar og styrkt­ar­samn­ing­ar. Það ger­ir rúm­lega 65 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

„Þetta er tóm þvæla, ég vildi að þetta væri satt en þetta er tóm þvæla,“ segir Haraldur í samtalið mbl.is.

„Total Sport hefur áður þóst vera með nákvæmar tölur en þetta er tóm þvæla. Gunnar fær 50 þúsund dollara fyrir frammistöðuna en samningur hans við UFC er því miður ekki alveg svona hár en menn fá ágætlega borgað fyrir þetta samt,“ segir hann en 50 þúsund bandaríkjadalir samsvara rúmum sjö milljónum króna.

Tals­vert lægra en þetta

Haraldur sagðist aðspurður ekki getað tjáð sig um krónur og aura í þessu sambandi vegna trúnaðarákvæða í samningi.

„Ef UFC gefur það upp þá er það bara fínt en það sem ég get sagt er að það er talsvert lægra en þetta,“ segir hann.

Haraldur Nelson.
Haraldur Nelson. mbl.is/Golli
mbl.is