Banni Rússa vegna lyfjamisferlis aflétt – bann vegna innrásarinnar stendur

Yelena Isinbayeva á HM 2013 þar sem hún vann gullverðlaun, …
Yelena Isinbayeva á HM 2013 þar sem hún vann gullverðlaun, sem síðar voru dregin til baka. AFP

Rúmlega sjö ára keppnisbanni rússnesks frjálsíþróttafólks vegna stórfellds lyfjamisferlis hefur verið aflétt eftir að rússneska frjálsíþróttasambandið uppfyllti skilyrði sem Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafði sett.

Rússar voru úrskurðaðir í keppnisbann í nóvember árið 2015 eftir að upp komst um stórfellt lyfjamisferli sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir.

Miklum fjölda rússnesks frjálsíþróttafólks var útvegað ólögleg, frammistöðubætandi lyf, yfir margra ára skeið og voru sigrar fjölda þeirra á alþjóðlegum mótum, þar á meðal Ólympíuleikum, felldir úr gildi.

Þrátt fyrir afléttingu bannsins er rússneskt og hvítrússneskt frjálsíþróttafólk enn í öðru banni; vegna innrásar Rússlands, með stuðningi Hvíta-Rússlands, í Úkraínu.

Rússar hafa undanfarin ár fengið að taka þátt á alþjóðlegum mótum en þá á hlutlausum grundvelli með fána Ólympíusambandsins.

mbl.is