Þjálfari Íslands á að vera íslenskur

Snorri Steinn Guðjónsson kemur sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari.
Snorri Steinn Guðjónsson kemur sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svíinn Michael Apelgren kemur sterklega til greina sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær.

Íslensk sérsambönd hafa áður horft til Svíþjóðar í þjálfaraleit en í október árið 2011 var ráðinn maður að nafni Lars Lagerbäck til starfa sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Orð eru óþörf þegar talað er um Lagerbäck og allt sem hann gerði fyrir íslenska knattspyrnu enda er maðurinn í guðatölu hjá íþróttaáhugafólki hér á landi en líkt og leikmenn íslenska liðsins hafa áður sagt þá „breytti hann leiknum“.

Með ráðningu Lagerbäcks var stefnan sett á stórmót hjá íslenska karlalandsliðinu í fyrsta sinn í sögunni. Nokkuð sem landsliðið hafði aldrei gert en Lagarbäck sjálfur hafði gert það margoft. Hann var með formúlu, formúlu sem virkaði, og hann þurfti að fá leikmennina til þess að trúa á formúluna sem þeir og gerðu.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »