Þróttur Vogum og Snæfell upp í 1. deild

Úr leik Þróttar Vogum og Leiknis í dag.
Úr leik Þróttar Vogum og Leiknis í dag. Ljósmynd/Facebook - Þróttur Vogum

Þróttur úr Vogum og Snæfell hafa tryggt sér sæti í 1. deild karla í körfuknattleik fyrir næsta tímabil.

Þróttur vann Leikni ur Reykjavík, 107:74, í dag og Snæfell vann Vestra, 88:59, í gær í undanúrslitum. Vegna fjölgunar í 1. deild fara tvö lið upp úr 2. deildinni í ár og ekkert lið fellur úr 1. deildinni þannig að Þór á Akureyri heldur sæti sínu.

Úrslitaeinvígi 2. deildar milli Þróttar úr Vogum og Snæfells hefst 11. apríl en það lið sem vinnur tvo leiki tryggir sér deildarmeistaratitil 2. deildar.

mbl.is