Viljum gera þetta allt saman aftur að ári

Kári Arnarsson fagnar sigrinum með félögum sínum í leikslok á …
Kári Arnarsson fagnar sigrinum með félögum sínum í leikslok á Akureyri. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Skautafélag Reykjavíkur hrósaði sigri á Íslandsmótinu í íshokkí karla með því að leggja Skautafélag Akureyrar að velli, 4:3, í æsispennandi oddaleik í Skautahöllinni á Akureyri á fimmtudagskvöld.

„Þetta er rosaleg tilfinning. Ég hef náttúrlega aldrei orðið Íslandsmeistari, að vinna þetta með þessum hætti var ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Kári Arnarsson, leikmaður SR, í samtali við Morgunblaðið.

SR varð síðast Íslandsmeistari árið 2009 og biðin var því orðin 14 ár. Kári, sem er tvítugur, kvaðst sérlega ánægður með að verða vitni að reynslumeiri leikmönnum liðsins hampa Íslandsmeistarabikarnum, sumum þeirra eftir langa bið og sumum í fyrsta sinn.

„Það var ótrúlega gaman að sjá eldri leikmennina sem voru í liðinu 2009 og sérstaklega Bjarka Jóhannesson fyrirliða, sem var ekki búinn að vinna síðan hann byrjaði, lyfta bikarnum.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert