KA fagnaði deildarmeistaratitlinum

Leikmenn KA fagna titlinum í gær ásamt mjög ungum stuðningsmanni.
Leikmenn KA fagna titlinum í gær ásamt mjög ungum stuðningsmanni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna í blaki með því að hafa betur gegn Álftanesi, 3:1, í KA-heimilinu á Akureyri.

KA hóf leikinn af krafti og vann fyrstu hrinu 25:19.

Álftanes tók þá vel við sér og vann æsispennandi aðra hrinu með minnsta mun, 25:23.

Þriðja hrina var ekki síður spennandi en fór svo að KA vann hana með minnsta mun, 25:23.

Fjórða hrina þróaðist á keimlíkan hátt. Lauk henni með 25:22-sigri KA, sem vann þar með leikinn 3:1 og tryggði sér um leið deildarmeistaratitilinn.

KA stóð sömuleiðis uppi sem deildarmeistari á síðustu leiktíð og er einnig ríkjandi Íslandsmeistari.

Fyrirliðinn Gígja Guðnadóttir tekur við deildarmeistarabikarnum í gær.
Fyrirliðinn Gígja Guðnadóttir tekur við deildarmeistarabikarnum í gær. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert