Snæfríður bætti Íslandsmetið og náði lágmarki fyrir HM

Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í morgun.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í morgun. Ljósmynd/SSÍ

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir tryggði sér í morgun sæti í úrslitum Danish Open í 100 metra skriðsundi með glæsibrag er hún bætti eigið Íslandsmet í undanrásum mótsins.

Í morgun synti Snæfríður Sól á 55,18 sekúndum en fyrra met hennar, sem var tæplega mánaðar gamalt, var 55,61 sekúnda.

Um leið náði Snæfríður Sól lágmarki fyrir HM50, heimsmeistaramótið í 50 metra laug, sem fer fram í Fukuoka í Japan í júlí næstkomandi.

Síðar í dag keppir hún í úrslitum Danish Open, þar sem Snæfríður Sól er til alls líkleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert