Vilja bætur sem nema 1,7 milljörðum vegna Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton í fjögur ár.
Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton í fjögur ár. AFP

Fyrrum vinnuveitandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, enska knattspyrnuliðið Everton, hyggst sækja bætur upp á 10 milljónir punda eða því sem nemur um 1,7 milljörðum króna vegna stöðunnar sem upp kom eftir að leikmaðurinn sætti rannsókn breskra lögregluyfirvalda.

Þetta kemur fram í ársuppgjöri félagsins sem kynnt var í síðasta mánuði. Þar er talað um að félagið telji góða möguleika á því að það muni fá um 10 milljónir punda í bætur vegna málsins.

900 milljóna króna árslaun

Eins og fram hefur komið mátti Gylfi sæta þvingandi úrræðum í 637 daga frá því hann var handtekinn um miðjan júlí árið 2021.

Á þeim tímapunkti átti Gylfi um ár eftir af samningi sínum við Everton. Samkvæmt því sem fram hefur komið í breskum miðlum voru árslaun Gylfa 5,2 milljónir punda og eða því sem nemur tæpum 900 milljónum kr. á ári ef miðað er við núverandi gengi breska pundsins.  

Í ársreikningi félagsins kemur fram að félagið muni óska eftir …
Í ársreikningi félagsins kemur fram að félagið muni óska eftir bótum vegna Gylfa.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert