Hamilton nálægt því að skrifa undir nýjan samning

Lewis Hamilton á blaðamannafundi í dag.
Lewis Hamilton á blaðamannafundi í dag. AFP/Andrej Isakovic

Lewis Hamilton, aksturskappi hjá Mercedes í Formúlu 1, segir viðræður um nýjan samning ganga vel.

Núverandi samningur Hamiltons og Mercedes rennur út að yfirstandandi keppnistímabili loknu.

Hann hafði verið orðaður við skipti til Ferrari að tímabilinu loknu en á blaðamannafundi í dag var Hamilton spurður hreint út hvort Ferrari hefði sett sig í samband við hann.

Svarið við þeirri spurningu var einfalt: „Nei.“

„Teymið mitt vinnur hörðum höndum á bak við tjöldin með Toto [Wolff, stjóra Mercedes-liðsins] og við erum að nálgast það að samningurinn verði tilbúinn,“ bætti Hamilton við.

Hann hefur unnið Formúlu 1 sjö sinnum á glæstum ferli sínum.

Um helgina fer kappaksturinn í Mónakó fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert