Ísland Evrópumeistari smáþjóða

Íslenska liðið í Lúxemborg.
Íslenska liðið í Lúxemborg. Ljósmynd/Blaksamband Lúxemborgar

Íslenska kvennalandsliðið í blaki hafði betur gegn Skotlandi, 3:2, í úrslitaleik Evrópumóts smáþjóða í Lúxemborg í kvöld.  

Ísland vann fyrstu og þriðju hrinuna, en Skotum tókst að jafna í annarri og fjórðu og réðust úrslitin í oddahrinu. Þar vann Ísland að lokum, 15:12, og leikinn í leiðinni 3:2.

Thelma Dögg Grétarsdóttir var valin besti leikmaður mótsins og þær Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir voru einnig í úrvalsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert