Katrín Tanja á heimsleikana

Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér sæti á heimsleikunumí crossfit í …
Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér sæti á heimsleikunumí crossfit í kvöld. Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Katrín Tanja Davíðsdóttir, afrekskona í crossfit, tryggði sér í kvöld sæti á heimsleikunum í crossfit sem fram fara í Madison í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Undanúrslitamóti vesturhluta Bandaríkjanna lauk í kvöld.

Katrín Tanja lenti í 2. sæti á undanúrslitamótinu. 

Katrín Tanja er þriðji Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á mótinu en Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir tryggðu sér rétt fyrr á árinu. Breki keppir í aðlöguðum flokki en Bergrós keppir í flokki 16 til 17 ára stúlkna.

Þetta er í tíunda sinn sem Katrín Tanja kemst inn á heimsleikana, en hún vann þá árin 2015 og 2016. Á síðasta ári komst hún ekki á leikana.

Fleiri Íslendingar munu gera atlögu að heimsleikunum um næstu helgi þegar undanúrslitamót Evrópu fer fram í Berlín í Þýskalandi. Katrín Tanja er nú búsett í Idaho í Bandaríkjunum og keppir því í vesturhluta landsins.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Björgvin Karl Guðmundsson munu öll keppa í Berlín um næstu helgi.

mbl.is