„Þetta er endalaust hark“

„Íþróttahreyfingin á Íslandi er risastórt samfélagslegt verkefni,“ sagði Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, nýkjörinn formaður Fram, í Dagmálum.

Sigríður Elín er fyrsta konan til þess að gegna formennsku hjá félaginu í 115 ára sögu þess en hún segir að rekstur íþróttafélaganna sé alltaf að verða erfiðari og erfiðari.

„Þetta er endalaust hark,“ sagði Sigríður Elín.

„Þegar að herðir að í samfélaginu, hvað er það fyrsta sem fer? Það eru auglýsingastyrkir og það er auðveldast að segja nei við því,“ sagði Sigríður Elín meðal annars.

Viðtalið við þær Sigríði Elínu og Þórhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert