Sjö íslensk verðlaun á Möltu

Snæfríður Sól Jórunnardóttir vann til tveggja gullverðlauna í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir vann til tveggja gullverðlauna í dag. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Íslendingar unnu til sjö verðlauna alls í sundi á Smáþjóðaleikunum á Möltu í dag.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom fyrst í mark í 400 metra skriðsundi og þá var hún einnig í sigursveit Íslands í kvennaflokki í 4x200 metra skriðsundi. Anton Sveinn Mckee kom svo fyrstur í mark í 200 metra bringusundi.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir hanfaði í 2. sæti í 100 metra baksundi og Vala Dís Cicero varð önnur í 100 metra flugsundi. Símon Elías varð svo annar í 100 metra flugsundi.

Þá hafnaði karlasveit Íslands +o 4x200 metra skriðsundi í þriðja sæti.

mbl.is