Stórbætti heimsmetið – sjöunda heimsmet Svíans

Gudaf Tsegay stórbætti heimsmetið í 5.000 metra hlaupi.
Gudaf Tsegay stórbætti heimsmetið í 5.000 metra hlaupi. AFP/Attila Kisbenedek

Gudaf Tsegay frá Eþíópíu stórbætti heimsmetið í 5.000 metra hlaupi kvenna er hún hljóp vegalengdina á 14:00,21 mínútu á Demantamóti í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum í kvöld.

Bætti hún met Faith Kipyegon frá Keníu um rétt tæplega fimm sekúndur, en Kipyegon setti heimsmetið í París fyrr á þessu ári er hún hljóp á 14:05,20 mínútum. Tsegay bætti eigin besta árangur um 12 sekúndur með hlaupinu.

Þá bætti Svíinn Mondo Duplantis eigið heimsmet í stangarstökki er hann stökk 6,23 metra. Bætti hann metið um einn sentímetra, líkt og í önnur skipti sem hann hefur bætt metið. Hann hefur nú bætt heimsmetið sjö sinnum.

Armand Duplantis bætti sitt met enn og aftur.
Armand Duplantis bætti sitt met enn og aftur. AFP/John Thys
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert