„Ég hef brotið mig sjö sinnum“

„Maður gerði móður sína mjög oft stressaða þegar maður var að detta illa,“ sagði Magnús Bjarki Þórlindsson, meðlimur í BMX Brós hjólahópnum, í Dagmálum.

Hefur fengið ræðuna sjö sinnum

Magnús Bjarki, sem er 28 ára gamall, er einn af stofnendum hjólahópsins en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á löngum hjólaferli.

„Ég hef brotið mig sjö sinnum á BMX-hjólinu og hef því fengið ræðuna sjö sinnum, hvort þetta sé nú ekki bara komið gott,“ sagði Magnús.

„Í dag eru þau ótrúlega stolt af okkur og við erum í raun búnir að stimpla okkur rækilega á helstu bæjarhátíðum landsins,“ sagði Magnús Bjarki meðal annars.

Viðtalið við Benedikt og Magnús Bjarka í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Loka