Stuðningsmaður ruðningsliðsins New England Patriots lést er hann sótti leik liðsins gegn Miami Dophins í NFL-deildinni á sunnudaginn var.
Dale Mooney var ársmiðahafi hjá New England í 30 ár og var með syni sínum í stúkunni. Þar brutust út átök á milli stuðningsmanna liðanna, með ofangreindum afleiðingum.
Mooney var kýldur í andlitið af stuðningsmanni Miami og skall hann með höfuðið í jörðina. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar, en hann var 53 ára gamall.
Lögreglan í Massachusetts er með málið í rannsókn, en enginn hefur verið handtekinn.