Völsungur vann svakalegan grannaslag

Leikmenn Völsungs fagna vel og innilega í kvöld.
Leikmenn Völsungs fagna vel og innilega í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Völsungur hafði betur gegn KA, 3:2, í svakalegum grannaslag í úrvalsdeild kvenna í blaki í KA-heimilinu í kvöld.

KA-konur komust yfir með 25:20-sigri í fyrstu hrinu, en Völsungur svaraði með 25:23-sigri í annarri hrinu.

Akureyringar komst aftur yfir með 25:18-sigri í þriðju hrinu, en aftur jafnaði Völsungur með 25:21-sigri í fjórðu hrinu. Réðust úrslitin því í oddahrinu, sem Völsungur vann 15:12.

Spennan var öllu minni þegar Afturelding vann 3:0-heimasigur á Álftanesi. Mosfellingar unnu hrinurnar 25:17, 25:16 og 25:9. Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst í leiknum með 20 stig.  

KA er eina lið deildarinnar sem hefur spilað fleiri en einn leik og er liðið með fjögur stig á toppnum. Afturelding er í öðru með þrjú og Völsungur í þriðja með tvö. 

mbl.is