Hættu að hætta lífi sínu eftir tvítugt

„Tilfinningin að vera hræddur en ná svo að sigrast á hræðslunni er það skemmtilegasta við sportið,“ sagði Magnús Bjarki Þórlindsson, meðlimur í BMX Brós hjólahópnum, í Dagmálum.

Einblína meira á sýningarnar

Magnús Bjarki, sem er 28 ára gamall, er einn af stofnendum hjólahópsins ásamt Benedikt Benediktssyni en þeir veigra það ekki fyrir sér að fara í heljarstökk á hjólunum á sýningum sínum sem slegið hafa í gegn hjá landanum.

„Við hættum að hætta lífi okkar eftir tvítugt,,“ sagði Benedikt Benediktsson.

„Þá fórum við að einblína meira á sýningarnar og við hjólum ekkert brjálæðislega mikið í dag, fyrir utan sýningarnar,“ sagði Benedikt meðal annars.

Viðtalið við Benedikt og Magnús Bjarka í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Loka