Taylor Swift stal senunni í Kansas

Taylor Swift stal stenunni í nótt.
Taylor Swift stal stenunni í nótt. AFP/Jason HannaJASON HANNA

Söngkonan Taylor Swift stal senunni á leik Kansas City Chiefs of Chicago Bears í bandarísku NFL-deildinni í ruðningi í gær.

Leiknum lauk með stórsigri Kansas, 41:10, en liðið er ríkjandi meistari eftir 38:35-sigur gegn Philadelphia Eagles í Ofurskálaleiknum á síðustu leiktíð.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um meint ástarsamband Taylors Swifts og Travis Kelce, leikmanns Kansas, undanfarna mánuði.

Það fór vel um Swift í einkastúku Kelce á Arrowhead-vellinum í Kansas þar sem hún sat ásamt móður Kelce, Donnu.

Swift, sem er 33 ára gömul, er á meðal farsælustu tónlistarkvenna 21. aldarinnar ásamt því að njóta gríðarlegra vinsælda á öllum helstu samfélagsmiðlunum í dag.

Áhorfendur í Kansas höfðu mikinn áhuga á söngkonunni.
Áhorfendur í Kansas höfðu mikinn áhuga á söngkonunni. AFP/Jason Hanna
mbl.is