Spænskur sérfræðingur í Formúlu 1 lét afar ósæmileg ummæli falla í beinni útsendingu þegar hann fjallaði um japanska kappaksturinn um síðustu helgi. Antonio Lobato gerði þar grín að ástandi Michaels Schumachers.
Schumacher hefur ekki getað hreyft sig í að verða áratug eftir að hafa lent í grafalvarlegu skíðaslysi í desember árið 2013.
Fyrst var hann í dái á spítala og hefur læknateymi hugað að Schumacher á heimili hans og fjölskyldu undanfarin ár. Hefur Schumacher ekki sést á almannafæri frá slysinu og bendir lítið til þess að honum fari batnandi samkvæmt fólki nákomnu Þjóðverjanum.
Í útsendingunni sagði annar spænskur sérfræðingur: „Lofum Adrian Newey að skjálfa því Antonio Lobato er að koma!“
Newey er bifvélavirki Red Bull-liðsins.
Lobato svaraði: „Lof Michael að skjálfa! Eða… ekki Michael, hann getur ekki skolfið!“
Kallað hefur verið eftir afsögn hins 58 ára gamla Lobato vegna þessara ósæmilegu ummæla.
Toni: “Que tiemble Adrián Newey que viene Antonio Lobato”
— SeroWebo (@__Webardos__) September 24, 2023
Lobi: “Que tiemble Michael, bueno Michael no que no puede temblar”
VAYA GRITO ACABO DE PEGAR
pic.twitter.com/zulTRyqJeW