Vill verða klámstjarna eftir að ferlinum lýkur

Tyreek Hill í leik með Miami Dolphins á dögunum.
Tyreek Hill í leik með Miami Dolphins á dögunum. AFP/Carmen Mandato

Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni í ruðningi, stefnir að því að skipta alfarið um starfsvettvang þegar ferlinum lýkur.

Sá starfsvettvangur er nokkuð óhefðbundinn eins og Hill lýsti sjálfur í spjalli við Mike Evans, leikmann Tampa Bay Buccaneers, í streymi á Twitch.

„Þegar ég legg skóna á hilluna langar mig virkilega að verða klámstjarna. Ég meina það. Heldurðu ekki að ég hafi það sem til þarf?“ spurði Hill.

Evans virtist nokkuð gáttaður á þessum ummælum Hills en brást að lokum við þeim.

 „Nei ég meina, hvað sem þú vilt gera félagi,“ sagði Evans.

mbl.is