Ólafía Þórunn á von á sínu öðru barni

Ólafía Þórunn var í atvinnumennsku í golfi í átta ár …
Ólafía Þórunn var í atvinnumennsku í golfi í átta ár og lenti í alls konar ævintýrum. mbl.is/Ásdís

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrum atvinnukylfingur og íþróttamaður ársins 2017, fyrst kylfinga, á von á barni. Ólafía greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag með glæsilegri myndaseríu.

Er þetta annað barn Ólafíu og eiginmanns hennar Thomas Bojanowski, en hjónin eignuðust dreng árið 2021.

„Soon the 4 of us!” skrifaði Ólafía við færsluna.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is