Fjölnir Íslandsmeistari í fyrsta skipti

Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna í íshokkí.
Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna í íshokkí. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fjölnir varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í íshokkí í fyrsta skipti með 1:0-heimasigri á SA í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

SA vann fyrsta leik einvígisins en Fjölnir svaraði með þremur sigrum og sigri í einvíginu.

Sigrún Árnadóttir reyndist hetja Fjölniskvenna í dag, því hún skoraði sigurmarkið strax á 4. mínútu og fundu ríkjandi meistararnir í SA engin svör.

Er í annað skipti sem lið utan Akureyrar verður Íslandsmeistari kvenna, en Björninn varð meistari árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert