Ungt par fannst látið í Ölpunum

Parið unga.
Parið unga. Ljósmynd/@jeandanielpession

Skíðakappinn Jean Daniel Pession lést í gönguslysi á Ölpunum ásamt kærustu sinni Elisu Arlain. 

Pession var 28 ára gamall og Arlain 27 ára. 

Ítalska skíðasambandið greinir frá válegu tíðindunum en parið fannst látið í Ölpunum. Talið er að þau hafi fallið um rúmlega sjö hundruð metra hæð í göngunni.

Pession var landsliðsmaður Ítala á skíðum en hann komst hæst í 15. sæti heimslistans og keppti fyrir Ítalíu á HM fyrir tveimur árum. Arlain var skíðaleiðbeinandi og kennari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert