Connor Garden-Bachop, landsliðsmaður Nýja-Sjálands í rúbbí, er látinn aðeins 25 ára að aldri.
Rúbbísamband Nýja-Sjálands tilkynnti að Garden-Bachop hafi fallið frá í Christchurch í heimalandinu í kjölfar læknismeðferðar.
Garden-Bachop átti tvo landsleiki að baki fyrir ógnarsterkt lið Nýja-Sjálands, sem oftast er þekkt sem hinir alsvörtu (e. All Blacks).
Faðir hans, Stephen Bachop, lék sömuleiðis rúbbí fyrir bæði Samóa og Nýja-Sjáland og sömu sögu er að segja af móður hans, Sue Garden-Bachop, sem lék fyrir landslið Nýja-Sjálands.
Garden-Bachop lék í stöðu vængmanns og var lýst sem „stórkostlegum ungum leikmanni“ í tilkynningu Rúbbísambands Nýja-Sjálands.
Our deepest condolences are with the family, friends and teammates of Connor Garden-Bachop who passed away yesterday.
— New Zealand Rugby (@NZRugby) June 17, 2024
He will be remembered as a popular teammate amongst the Māori All Blacks, Highlanders and Wellington. Arohanui 🖤
Statement: https://t.co/bKrXvbeQff pic.twitter.com/fO2KVH6Cez