Snæfríður fyrst í sínum riðli

Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom fyrst í mark í riðli fjögur.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom fyrst í mark í riðli fjögur. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er komin í undanúrslit á Evrópumótinu í sundi í Belgrad í Serbíu. 

Snæfríður kom fyrst í mark í riðli fjögur í undanrásum Evrópumótsins í morgun. Þá var hún fjórða sneggst í mark alls en riðlarnir voru fimm. 

Sundkonan kom í mark á tímanum 1:58,73 en 16 keppendur fóru áfram alls. Snæfríður keppir í undanúrslitunum klukkan 16.30 að íslenskum tíma í dag. 

Anton Sveinn McKee mun þá synda í undanrásum 200 metra bringusunds innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert