Kolbeinn ver titilinn

Kolbeinn Kristinsson
Kolbeinn Kristinsson

Hnefaleikamaðurinn Kolbeinn Kristinsson heldur til Finnlands til að verja Baltic Union titil sinn. Mótherji Kolbeins er Finninn Mika Miolinen. 

Kolbeinn sigraði Pavlo Krolenko í maí mánuði en bardaginn var stöðvaður eftir fimm lotur eftir mikla yfirburði Kolbeins. Krolenko hljóp í skarðið með skömmum fyrirvara eftir að Miolinen  heltist úr lestinni en nú mætast þeir loksins.

Með sigri getur Kolbeinn komist í hóp 80 bestu þungavigtarboxara heims. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert