Tvö heimsmet og bronsverðlaun

Kristín Þórhallsdóttir.
Kristín Þórhallsdóttir. Ljósmynd/Kraft.is

Kristín Þórhallsdóttir vann bronsverðlaun í hnébeygju á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum.

Hún keppti í -84kg flokki og lyfti samanlagt 545 kílóum sem er nýtt heimsmet í samanlögðum árangri í aldursflokknum M1 (40-49 ára) og skilaði henni 4. sætinu í flokknum.

 Í hnébeygju lyfti hún seríunni 200-210-217.5 og hlaut fyrir það bronsverðlaun í greininni og tvíbætti heimsmetið í fyrrnefndum aldursflokk.

Í bekkpressu lyfti hún mest 112.5 kíló og í réttstöðulyftu fóru 215 kíló upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert