Alexis Mac Allister, landsliðsmaður Argentínu í knattspyrnu, þurfti að yfirgefa búningsklefa Argentínumanna rétt fyrir úrslitaleik Ameríkubikars karla í knattspyrnu í gær til að bjarga móður sinni.
Móðir Allister þurfti aðstoð hans til að komast inn á völlinn vegna troðnings sem myndaðist fyrir utan leikvanginn. ESPN greinir frá.
Þúsundir stuðningsmanna, sem ekki voru með miða á leikinn, reyndu að komast inn á leikvöllinn. Meira en tugur fólks var handtekinn og margir þurftu á læknisaðstoð að halda.
Silvina, móðir Allister, lýsir ástandinu fyrir utan leikvöllinn sem ómannúðlegu.
Í myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segir Silvina son sinn hafa haft áhyggjur af henni.
„Við vorum í sambandi við Alexis allan tímann, en hann sagðist ætla bíða úti þangað til við kæmum inn. Hann beið eftir okkur þangað til við komum inn. Við föðmuðum hann einu sinni inni, róuðum hann og sögðum honum að vinna,“ segir Silvina.
"TUVO QUE SALIR ALEXIS PAR HACERNOS ENTRAR"
— TyC Sports (@TyCSports) July 15, 2024
Silvina, la madre de Mac Allister, contó que el mediocampista dejó el vestuario para asistir a su familia y hacerlos ingresar al Hard Rock Stadium. "Fue inhumano", le dijo a @matipelliccioni. pic.twitter.com/euY01RBjpZ