Íslenskar crossfit-stjörnur minnast hins látna

Maðurinn er talinn hafa drukknað í fyrstu keppnisgreininni í dag.
Maðurinn er talinn hafa drukknað í fyrstu keppnisgreininni í dag. Samsett mynd/Crossfit Games/Aðalheiður Ásmundsdóttir

Búið er að aflýsa öllum keppnisgreinum sem áttu að fara fram á heimsleikunum í Crossfit í Texasríki í dag. Þrjár íslenskar crossfit-stjörnur hafa birt mynd á Instagram þar sem þau minnast hins látna. 

Heimsleikarnir gáfu frá sér yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum í dag þar sem tilkynnt var að einn keppandi hafi fundist látinn í vatni þar sem keppendur syntu 800 metra í fyrstu æfingu dagsins.

Hinn látni er ekki nafngreindur en vitað er að keppandinn Lazar Ðukic skilaði sér ekki úr fyrstu keppnisgreininni sem var 5.6 kílómetra hlaup og 800 metra sund.

Átti erfitt með sundtök

Búið er að fjarlæga streymið af æfingunni af Youtube en þar sást síðast til Ðukic. Á upptökum sást að hann hafi átti 100 metra eftir að marklínunni þegar hann byrjaði að eiga erfitt með sundtök.

Björgvin Karl Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem keppir á heimsleikunum í ár. Hann birti mynd í story á Instagram þar sem hann segir að hann sé algjörlega miður sín yfir fregnunum, en Björgvin keppti á sama tíma og Lazar. 

Annie Mist Þórisdóttir hefur keppt tólf sinnum á heimsleikunum. Hún birtir einnig mynd á Instagram þar sem hún sendir samúðarkveðjur til aðstandenda hins látna. „Ég er algjörlega miður mín,“ skrifar Annie. 

Þá birti Sara Sigmundsdóttir einnig mynd á Instagram þar sem hún sendir samúðarkveðjur. 

Björgvin Karl keppti í dag á sama tíma og Lazar.
Björgvin Karl keppti í dag á sama tíma og Lazar. Skjáskot/Instagram
Annie Mist sendir fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur.
Annie Mist sendir fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur. Skjáskot/Instagram
Sara Sigmundsdóttir sendir samúðarkveðjur.
Sara Sigmundsdóttir sendir samúðarkveðjur. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert