Fimmti fljótasti frá upphafi

Kristófer Þorgrímsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kristófer Þorgrímsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Kristófer Þorgrímsson, spretthlaupari úr FH, keppti í gær sem gestur á Héraðsmóti HSK í 200 metra hlaupi. Kristófer, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni, kom í mark á 21,29 sekúndum og bætti þar með sinn besta tíma um tæplega þriðjung úr sekúndu.

Með þessum árangri er Kristófer orðinn fimmti fljótasti 200 metra hlaupari Íslands frá upphafi. Einungis fyrrum Íslandsmethafarnir í greininni, Jón Arnar Magnússon og Vilmundur Vilhjálmsson, og núverandi Íslandsmethafi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH, hafa náð betri tímum.

Vilmundur er með annan og fjórða besta tímann og Jón Arnar þriðja besta tímann.

Fram undan hjá Kristófer er bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands sem fer fram á Kópavogsvelli laugardaginn 17. ágúst og Kaupmannahafnar leikarnir þann 3. september, þar sem hann mun keppa í 100 metra hlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert