Rúta sem var að ferja leikmenn meistaraflokks kvenna í handbolta og fótbolta lenti í árekstri í dag. ÍBV tilkynnir þetta í færslu á Facebook í dag.
Engin slasaðist en þó eru einhverjar aumar eftir áreksturinn.
Bæði lið áttu leik í dag og hafði ÍBV betur gegn Gróttu, 23:21, í handboltanum á Seltjarnanesinu.
Í fótbolta þurfti ÍBV að þola 5:0 tap gegn HK í Kórnum í lokaumferð 1. deildar kvenna.
Hér fyrir neðan má sjá færslu ÍBV á Facebook