Ítalinn vann Opna bandaríska í fyrsta sinn

Jannik Sinner með bikarinn.
Jannik Sinner með bikarinn. AFP/Charly Triballeau

Ítalinn Jannik Sinner vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis í fyrsta sinn eftir sigur á heimamanninum Taylor Fritz í dag. 

Sinner vann þar með sitt annað risamót en hann vann einnig Opna ástralska í janúar á þessu ári. 

Ítalinn vann leikina 6:3, 6:4 og 7:5 í dag. 

Sinner féll tvívegis á lyfjaprófi í mars á þessu ári en honum var ekki gerð refsing fyrir það. Hann sagði eftir sigurinn að þessi bikar hefði enn meiri þýðingu eftir allan vandann í kringum lyfjaprófið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert