Morðingi Cheptegei lést af brunasárum

Rebecca Cheptegei, merkt Úganda.
Rebecca Cheptegei, merkt Úganda. AFP/Ferenc Isza

Dickson Ndiema, fyrrverandi kærasti maraþonhlauparans Rebeccu Cheptegei sem kveikti í henni með þeim afleiðingum að hún lést, er sömuleiðis látinn af sárum sínum eftir að einnig kviknaði í honum við árásina í Keníu.

Cheptegei keppti í maraþoni fyrir hönd þjóðar sinnar Úganda á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði.

Undir lok ágústmánaðar hellti Ndiema yfir hana eldsneyti og kveikti í Cheptegei með þeim afleiðingum að hún lést af alvarlegum brunasárum sínum nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi í Keníu.

Ndiema hlaut sömuleiðis alvarleg brunasár við að kveikja í Cheptegei og lést af þeim á sjúkrahúsi í Keníu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka