Þýski ökuþórinn Mick Schumacher gæti snúið aftur í Formúlu 1 en hann hefur ekki keppt frá því hann var leystur undan samningi hjá Haas fyrir tveimur árum.
Autosport greinir frá að Schumacher sé einn þeirra sem Williams sé að skoða sem tímabundinn ökuþór liðsins eftir að Logan Sargeant var leystur undan samningi.
Samkvæmt grein á heimasíðu miðilsins stendur valið á milli Norðmannsins Dennis Hauger og Schumachers.
Mick Schumacher, sem er sonur sjöfalda heimsmeistarans Michaels Schumachers, er sem stendur varaökuþór hjá Mercedes.
Hann á litla möguleika á að komast að sem einn tveggja aðalökuþóra liðsins sem stendur.