Svaraði blaðamanni: Hlustaðir þú ekki á hann?

Jakob Ingebrigtsen er magnaður hlaupari.
Jakob Ingebrigtsen er magnaður hlaupari. AFP/Fabrice Coffrini

Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen var ósáttur við spurningar samlanda síns fyrir lokakeppni Dementamótsins í Brussel um helgina. 

Ingebrigtsen gæti keppt í hálfmaraþoni í fyrsta sinn í Kaupamannahöfn á sunnudaginn kemur en hann mun hinsvegar fyrst keppa í sínum hlaupagreinum á Dementamótinu um helgina. 

Ég einbeiti mér að hlaupinu á morgun. Ég veit ekki hvað ég geri eftir það,“ sagði Ingebrigtsen eftir spurningu blaðamanns frá Svíþjóð. 

Hann spurði að því sama

Samlandi hans frá Noregi spurði hann stuttu síðar sömu spurningar. Þá svaraði Ingebrigtsen einfaldlega: 

„Hlustaðir þú ekki á hann? Hann spurði að því nákvæmlega sama.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert